Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum þar sem meðal annars á að fjölga frístundalóðum um 15, fella út tjaldsvæði og fótboltavöll og gera breytingar á gatna- og göngustígakerfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að funda með málsaðila um þau úrlausnarefni sem rædd voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Tekin er fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum þar sem meðal annars á að fjölga frístundalóðum um 15, fella út tjaldsvæði og fótboltavöll og gera breytingar á gatna- og göngustígakerfi. Starfsmenn hafa fundað með málsaðila í samræmi við bókun ráðsins frá 98. fundi og úrlausnarefni rædd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Tekin er fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum þar sem meðal annars á að fjölga frístundalóðum um 15, fella út tjaldsvæði og fótboltavöll og gera breytingar á gatna- og göngustígakerfi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.12.2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga um breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar var kynnt með athugasemdafresti til og með 12. janúar 2024. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.

Máli frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar var kynnt með athugasemdafresti til og með 12. janúar 2024. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemdir og umsagnir sem fram komu við kynningu vinnslutillögunnar ásamt gögnum um viðbrögð málsaðila við þeim. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta útfæra skipulagstillögu með tilliti til þeirra samtala sem málsaðili hefur átt við HEF veitur og Slökkvilið Múlaþings.
Jafnframt telur umhverfis- og framkvæmdaráð, í ljósi þeirra athugasemda sem bárust frá lóðarhöfum á skipulagssvæðinu, að falla skuli frá áformum um heimild til gistireksturs á lóðum nr. 13 og 15 við Ásgötu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?