Fara í efni

Félagsstarf ungs fólks

Upplýsingar um stofnanir sem sjá um félagsstarf fyrir unglinga og ungmenni í Múlaþingi

Félagsmiðstöðin Geimstöðin, Seyðisfirði

Geimstöðin er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk.

Opnunum er skipt í unglingadeild og miðstig.

Í Geimstöðinni er unnið faglegt félagsmiðstöðvastarf þar sem lögð áhersla á ungmennalýðræði og dagskránni í miðstöðinni er að miklu leyti stýrt af ungmennum. Aðstaðan í Geimstöðinni er góð en þar er m.a. billiardborð, leikjatölvur, borðtennisborð og spil af ýmsu tagi auk þess sem íþróttasalur er í sama húsnæði.

Staðsetning:
Hafnargötu 44
710 Seyðisfjörður
Facebooksíða Geimstöðvarinnar


Félagsmiðstöðin Nýung, Egilsstöðum

Nýung er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk.

Opnunum er skipt í yngri og eldri deild.

Dagskráin í Nýung er fjölbreytt og húsnæðið tækjum hlaðið. Þar er m.a. billiardborð, bíósalur, Playstation 4, borðtennisborð, fínt hljóðkerfi og spil af ýmsu tagi.

Staðsetning:
Tjarnarlöndum 11
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Nýungar


Félagsmiðstöðin Zion, Djúpavogi

Félagsmiðstöðin Zion er staðsett á Djúpavogi og þjónustar börn á miðstigi og unglingastigi.

Í Zion eru opnanir fyrir unglinga tvisvar til þrisvar í viku en alla skóladaga stendur nemendum Djúpavogsskóla til boða að sækja miðstöðina í löngum frímínútum. Í félagsmiðstöðinni fer fram faglegt starf þar sem uppeldismarkmið frítímaþjónustu eru höfð að leiðarljósi.


Vegahúsið Ungmennahús

Vegahúsið er ungmennahús, staðsett á Egilsstöðum, ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Fjölbreytt félagsstarf er í boði eins og námskeið, bíó og spilakvöld. Almennur opnunartími er á fimmtudögum frá kl. 19:30 - 22:00 en möguleiki er á hópastarfi og aðstöðu utan opnunartíma eftir samkomulagi.

Sláturhúsið
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Vegahússins

Síðast uppfært 26. júlí 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?