Fara í efni

Lóðaúthlutun, Borgarfjörður, Jörfi

Málsnúmer 202401132

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106. fundur - 29.01.2024

Nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar við Jörfa á Borgarfirði tók gildi 23. júní sl. og gatna- og lagnahönnun lokið.
Liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun þeirra samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 6. fundur - 19.03.2024

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti 29. janúar sl. að um úthlutun nýrra lóða við Jörfa á Borgarfirði færi samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa var falin framkvæmd málsins. Umsóknarfrestur um lóðirnar rann út á miðnætti 18. mars og barst aðeins ein umsókn um lóðina Smáratún.

Lóðir sem ekki var úthlutað að loknu úthlutunarferli verða nú birtar á kortasjá Múlaþings og þeim úthlutað samkvæmt b) lið 3. gr. ofangreindra reglna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?