Fara í efni

Tillaga um húsnæði fyrir eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202402028

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 95. fundur - 15.02.2024

Fjölskylduráð vill bjóða stjórn félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði til fundar við ráðið til að heyra frekar um hugmyndir félagsins um starfsemi fyrir eldra fólk í byggðarkjarnanum. Félagsmálastjóra er falið að bjóða stjórninni til fundar þann 19. mars nk.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 98. fundur - 19.03.2024

Stjórn félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði kemur til fundar við fjölskylduráð til þess að ræða hugmyndir félagsins um starfsemi fyrir eldra fólk. Samtal við stjórn félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði um aðstöðu í Hlymsdölum og almennt um starfsemi fyrir eldra fólk í Múlaþingi. Félagsmálastjóra falið að funda með stjórninni, forstöðumanni Hlymsdala og öðrum félögum eldri borgara í sveitarfélaginu.

Fjölskylduráð þakkar stjórninni fyrir komuna og samtalið sem veitti innsýn í óskir og vilja félagsmanna um starfsemi á Egilsstöðum fyrir eldra fólk.
Getum við bætt efni þessarar síðu?