Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Kárahnjúkastífla, Efnisnáma

Málsnúmer 202402067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108. fundur - 19.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Landsvirkjun um að efnisnáma við Kárahnjúkastíflu verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna skipulagstillögu sem lögð verður fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, dagsett 15. mars 2024, um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu við Kárahnjúkastíflu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 47. fundur - 10.04.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.03.2024, varðandi aðalskipulagsbreytingu, Kárahnjúkastífla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 þar sem efnisnámu við Kárahnjúkastíflu er bætt inn á gildandi skipulag. Um málsmeðferð fer samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?