Fara í efni

Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Fyrir ráðinu liggja gögn vegna umsóknar í Fiskeldissjóð fyrir árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi umsókn í Fiskeldissjóð og vísar málinu til heimastjórnar Djúpavogs til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Lagt fram til kynningar umsókn Múlaþings 2024 í Fiskeldissjóð.
Um er að ræða fjármagn til endurbóta á slökkvistöð og til fjárfestinga í áhaldahúsi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Hafnarstjóri (BI) gerir grein fyrir stöðu umsókna í Fiskeldissjóð árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti seinni fyrirliggjandi umsókn í Fiskeldissjóð og vísar málinu til heimastjórnar Djúpavogs til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 48. fundur - 04.04.2024

Heimastjórn fagnar frumkvæði forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs en telur mikilvægt að allar umsóknir í Fiskeldissjóð sem og aðra sjóði séu unnar tímanlega í samráði við heimastjórn og viðeigandi fastanefndir.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 115. fundur - 29.04.2024

Lögð eru fram til kynningar svarbréf vegna umsókna Múlaþings í Fiskeldissjóð 2024.

Máli frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Djúpavogs - 49. fundur - 02.05.2024

Úthlutun Fiskeldissjóðs var 39.646.000.- en sótt var um í endurbætur á slökkvistöð, til að koma upp þjónustumiðstöð fyrir Djúpavog og um endurbætur í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Alls var sótt um 151 milljón í þessi verkefni.

Heimastjórn telur mikilvægt að endurskoða áætlanir um þessi verkefni í ljósi þess hve lág styrkúthlutunin er.

Getum við bætt efni þessarar síðu?