Fara í efni

Samráðsgátt. Endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Málsnúmer 202403191

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir í samráðsgátt áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi.
Málið er aðgengilegt í Samráðsgátt stjórnvalda undir málanúmerinu S-79/2024.
Frestur til athugasemda er 8. apríl 2024 en óskað hefur verið eftir framlengingu til og með 16. apríl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins að vinna drög að umsögn sem lögð verða fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Starfshópur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins kynnir í Samráðsgátt áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi (mál nr. S-79/2024). Frestur til athugasemda er 18. apríl 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni ráðsins falið að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (PH, ÁMS og ÁHB) sitja hjá.

Fulltrúar V-lista (PH og ÁMS) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Með þeim frumdrögum að umsögn frá Samtökum orkusveitarfélaga sem liggja fyrir felst viss hvatning til þess að opna heiðar og lönd landsins fyrir vindorkukostum, á þann hátt að það yrði í versta falli á kostnað náttúru- og menningarminja. Því erum við algjörlega andvíg.
Getum við bætt efni þessarar síðu?