Fara í efni

Umferðaröryggi við Ferjuleiru á Seyðisfirði

Málsnúmer 202403193

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga frá yfirhafnarverði (RG) þar sem mælst er til þess að Ferjuleira verði gerð að einstefnugötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur yfirhafnarverði, atvinnu- og menningarmálastjóra ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og vísar því til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 45. fundur - 04.04.2024

Fyrir liggur bókun frá Umhverfis- og framkvæmdaráði þar sem óskað er eftir umsögn heimastjórnar vegna væntanlegrar breytingar á Ferjuleiru í einstefnugötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir enga athugasemd við fyrirhugaða breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?