Fara í efni

Efnisnáma á Kiðueyri, aðalskipulagsbreyting

03.07.2023

Múlaþing kynnir skipulags- og matslýsingu, auk vinnslutillögu, fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir efnisnámu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða í samræmi við 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin gerir ráð fyrir að heildarflatarmál efnistöku- og haugsvæðis verði 22.000 m2 og heimilt verði að vinna þar um 8.000 m3 á ári næstu 3 árin.

Skipulagstillagan er aðgengileg á Skipulagsgáttinni:

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við skipulagsbreytinguna

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar til og með 14. ágúst 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?