Fara í efni

Gilsárvirkjun

28.11.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti 15. nóvember 2023 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Gilsárvirkjun samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Orkusalan ehf. áformar að reisa 6,7 MW vatnsaflsvirkjun í Gilsá í Gilsárdal í Eiðaþinghá í Múlaþingi. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður unnið deiliskipulag þar sem útfærð verður nánari stefna og ákvæði virkjunarinnar svo framkvæmdin og rekstur valdi eins lítilli röskun á umhverfinu eins og kostur er, bæði til lengri og skemmri tíma.

Skipulagstillagan er aðgengileg í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 913/2023.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 21. desember 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?