Fara í efni

Ýmsar landnotkunarbreytingar á Djúpavogi, aðalskipulagsbreyting

13.06.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi 15. mars 2023 að tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 yrði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin er sett fram í 6 liðum og felur meðal annars í sér stækkun á athafna- og hafnasvæðum, nýtt fráveitumannvirki, stækkun íbúðasvæðis, sjólögn og gönguleið.

Tillagan er aðgengileg á skrifstofum sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgátt sem er nýr vefur Skipulagsstofnunar.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við þær til og með 27. júlí 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?