Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

34. fundur 05. október 2021 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Byggðaráð Múlaþings fagnar því að stjórn Fiskeldissjóðs hafi samþykkt að styrkja verkefnið Fráveituframkvæmdir á Djúpavogi um rúmar 28 millj.kr.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri, atvinnu- og menningarstjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar.

Í vinnslu

3.Eignir til sölu

Málsnúmer 202107067Vakta málsnúmer

Fyrir lá tilboð í stöðuhýsi staðsett á Seyðisfirði. Stöðuhýsið var auglýst til sölu 17. september með tilboðsfresti til kl. 08:00 29. september 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tilboð að fjárhæð kr. 4.800.000,- og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá sölu eignarinnar að því gefnu að samkomulag náist um það hvenær hýsið verði fjarlægt.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 23. september 2021.

Lagt fram til kynningar.

5.Staða samgöngumála í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202010420Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu samgöngumála í sveitarfélaginu og þær áherslur er gert var ráð fyrir í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar þær áherslur er fram hafa verið settar af hálfu sveitarfélagsins varðandi samgöngumál. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þess að ráðist verði sem fyrst í nauðsynlega uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar, bæði hvað varðar farþegaflug og flutningsþjónustu. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist við í samræmi við áherslur er fram koma í skýrslu um framtíðartækifæri Egilsstaðaflugvallar og unnin var af Isavia o.fl. Vinnu við lokahönnun vegna Fjarðarheiðarganga verði flýtt þannig að hægt verði að bjóða út framkvæmdina á árinu 2022 og að ráðist verði í framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi á árinu 2022. Þess verði jafnframt gætt að vetrarþjónusta á vegum í nýju sameinuðu sveitarfélagi verði með ásættanlegum hætti.
Sveitarstjóra falið að koma þessum áherslum á framfæri við þingmenn kjördæmisins sem og ráðherra samgöngumála.

Samþykkt samhljóma.

6.Fundargerðir stjórnar Ársala 2021

Málsnúmer 202102141Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ársala bs. dags. 30.09.2021.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102049Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Sambands íslenskra sveitafélaga dags. 24.09.2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Stjórnarfundur Vísindagarðsins ehf. 2021

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Vísindagarðsin ehf. dags. 01.10.2021.

Lagt fram til kynningar.

9.Stofnun æskulýðssjóðs

Málsnúmer 202109046Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun ungmennaráðs frá fundi, dags. 07.09.2021, þar sem lagt er til að kannaður verði möguleikinn á stofnun æskulýðssjóðs til að styðja við verkefni í heimabyggð er snúa að ungmennum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa erindi ungmennaráðs varðandi mögulega stofnun æskulýðssjóðs til atvinnu- og menningarstjóra, fræðslustjóra og íþrótta- og æskulýðsstjóra til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

10.kynning erindis til Læknadeildar HÍ

Málsnúmer 202109155Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni til læknadeildar Háskóla Íslands þar sem hvatt er til þess að flýtt verði og aukin aðkoma heilsugæslunnar að námi læknanema.

Lagt fram til kynningar.

11.Eiðar, forkaupsréttur Múlaþings

Málsnúmer 202109157Vakta málsnúmer

Fyrir lá fyrirspurn frá Domus fasteignasölu varðandi það hvort sveitarfélagið hyggist nýta forkaupsrétt sinn vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna sölu jarðarinnar Eiða ásamt tilheyrandi fasteignum.

Samþykkt samhljóða.

12.Egilstaðakirkja, Styrkir vegna aðgengismála fatlaðra og framkvæmda við kirkjugarða

Málsnúmer 202109162Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi það hvort sveitarfélagið Múlaþing sé tilbúið að veita sveitarstjóra umboð til að koma, fyrir hönd sveitarfélagsins, að umsókn, ásamt sóknarnefnd Egilsstaðakirkju, um styrk til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna framkvæmdir til að bæta aðgengi fatlaðra að Egilsstaðakirkju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að koma að styrkumsókn, ásamt sóknarnefnd Egilsstaðakirkju, til Jöfnunarsjóðs til að fjármagna framkvæmdir til að bæta aðgengi fatlaðra að Egilsstaðakirkju.

Samþykkt samhljóða.

13.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Fyrir lágu athugasemdir frá Ars Longa við drögum að samkomulagi um uppbyggingu listasafns á Djúpavogi auk áfangaskiptrar framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2021-2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að svara athugasemdum í samræmi við umræðu á fundinum auk þess að ganga frá samkomulagi við Ars Longa um uppbyggingu listasafns á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

14.Menningarstyrkir Múlaþings 2021

Málsnúmer 202012076Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að samningum við bæði List í ljósi og Lunga hátíðina fyrir árin 2022 og 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningum vegna List í ljósi, ljósahátíðar á Seyðisfirði, og LungA Listahátíðar ungs fólks, enda rúmist þeir innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

15.Neysluvatn í Múlaþingi, staðan í lok sumars

Málsnúmer 202108123Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust fulltrúar HEF veitna þeir Aðalsteinn Þórhallsson og Gunnar Jónsson. Farið var yfir stöðu mála varðandi hlutverk HEF veitna og sveitarfélagsins varðandi veitustarfsemi innan þess.

Í vinnslu.

16.Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá lögmanni varðandi reglur, samþykktir og stjórnsýslulega stöðu sveitarfélagsins. Jafnframt lá fyrir samantekt er unnin var í framhaldi af vinnustofu sem fór fram í júní sl. Sveitastjóra falið að koma fyrirliggjandi minnisblaði frá lögmanni á framfæri við stjórn tækniminjasafnsins.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?