Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

74. fundur 14. febrúar 2023 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Háski, kynningarbréf, skriðurnar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202302047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fulltrúa Hafdal framleiðslu varðandi mögulegan styrk af hálfu sveitarfélagsins vegna gerðar þriðju myndar Háska seríunnar er fjallar um skriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vísar fyrirliggjandi erindi varðandi mögulega styrkveitingu af hálfu sveitarfélagsins til atvinnu- og menningarmálastjóra til umsagnar. Er umsögn liggur fyrir verður erindið tekið til afgreiðslu

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Matthías Þorvaldsson og fór yfir niðurstöður könnunar er Gallup gerði á meðal íbúa Múlaþings varðandi þjónustu sveitarfélagsins árið 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Matthías Þorvaldsson - mæting: 09:00

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.01.2023.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF - 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 31.01.2023.

Lagt fram til kynningar

6.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Til umræðu voru valkostir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

7.Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2023

Málsnúmer 202302045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar

8.Seyðisfjörður - Ritun og útgáfa á sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202104002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð varðandi hugmyndir um ritun sögu Seyðisfjarðar. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Sigurjón Bjarnason, formaður Sögufélags Austurlands, og fór yfir stöðu verkefnisins.

Í vinnslu

9.Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Austri, brugghús ehf

Málsnúmer 202302046Vakta málsnúmer

202302046 - Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Austri, brugghús ehf
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi , dagsett 6. febrúar 2023, vegna umsóknar Austra brugghús ehf, kt. 590515-3290, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Fagradalsbraut 25, fnr. 231-0973. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með fyrirvara um umsögn byggingarfulltrúa Múlaþings veitir byggðaráð Múlaþings jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Fagradalsbraut 25, fnr. 231-0973, sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 12.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlands, skipulagsfulltrúa Múlaþings og brunavarna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Staða mannauðsmála

Málsnúmer 202302054Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs, og fór yfir þau verkefni sem hafa verið og eru í vinnslu á vettvangi viðkomandi.

Lagt fram til kynningar.

11.Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er tillaga að breytingu á samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að við 8. gr. samþykkta um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi verði eftirfarandi bætt:
Víki aðalfulltrúi af fundi undir sérstökum dagskrárlið sökum vanhæfis í einstökum málum skal slíkt ekki hafa skerðandi áhrif á þóknun viðkomandi. Taki varafulltrúi sæti aðalfulltrúa á fundi undir sérstökum dagskrárlið skal viðkomandi greidd þóknun sem nemur 1/3 af 3% af grunni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?