Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

21. fundur 01. júní 2021 kl. 12:30 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Alda Ósk Harðardóttir sat fundinn undir lið 1 og 7-9.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt og Hrefna Hlín Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 1-3. Hrund Erla Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra boðaði forföll. Auk þess mættu skólastjórarnir Ruth Magnúsdóttir og Anna Birna Einarsdóttir undir lið 1.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Dagmar Ósk Atladóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir mættu á fundinn undir liðum 4-6. Auk þeirra mætti Sigríður Herdís Pálsdóttir skólastjóri Tjarnarskógar undir lið 4.

Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir og Hlín Pétursdóttir Behrens og Drífa Sigurðardóttir skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ mættu undir lið 7 á dagskrá fundarins.

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Grunnskólar

Málsnúmer 202105290Vakta málsnúmer

Skólastjórarnir Ruth Magnúsdóttir, Anna Birna Einarsdóttir og Þorbjörg Sandholt kynntu forsendur launaþáttar fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir 2022. Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, minnti á mannauðsstefnu Múlaþings þar sem stendur m.a.:

"Múlaþing vill skapa góðan, eftirsóknarverðan og öruggan vinnustað með hamingjusömu starfsfólki sem ber virðingu fyrir hvert öðru. Sveitarfélagið leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan og að vinnustaðurinn sé laus við hvers kyns ofbeldi. Með reglulegum mælingum á hamingjustuðli starfsfólks og fyrirbyggjandi aðgerðum skal markvisst unnið að minni streitu og hæfilegu vinnuálagi."

Þorbjörg óskar eftir að bókað verði að hún leggi sérstaka áherslu á að þessi þáttur í mannauðsstefnu sveitarfélagsins verði hafður að leiðarljósi og tekið verið tillit til þess að fjölga þarf stöðugildum í Djúpavogsskóla þar sem nemendum fjölgar ár frá ári.

Mál í vinnslu.

2.Húsnæðismál Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202105136Vakta málsnúmer

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti forsendur þeirrar greinargerðar sem er meðal fundargagna. Hún leggur ríka áherslu á að brugðist veri við varðandi framkvæmdir innanhúss og viðhald í skólanum og að ákveðnir þættir s.s. forstofa og að fjarlægja salerni verði sett í forgang og verði tilbúið fyrir næsta skólaár. Hún vísar á ný til þeirra atriða sem varða mannauðsstefnu Múlaþings sem tiltekin eru í bókun hennar við lið 1.

Fjölskylduráð telur mikilvægt að reynt verði að bregðast við erindi Djúpavogsskóla varðandi nauðsynlegasta viðhald og umbætur innandyra í húsnæðinu í samræmi við tillögur í greinargerðinni og vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að leita leiða til að unnt sé að bregðast við því erindi fyrir upphaf nýs skólaárs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105293Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - Leikskólar

Málsnúmer 202105291Vakta málsnúmer

Skólastjórarnir Sigríður Herdís Pálsdóttir og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir kynntu forsendur launaþáttar fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir 2022.

Mál í vinnslu.

5.Reglur leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202104188Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

6.Umsókn um leikskólavist utan heimasveitarfélags

Málsnúmer 202105296Vakta málsnúmer

Umsókn um leikskólavist utan lögheimilisvist hafnað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fjárhagsáætlun 2022 - Tónlistarskólar

Málsnúmer 202105292Vakta málsnúmer

Skólastjórarnir Drífa Sigurðardóttir og Sóley Þrastardóttir kynntu forsendur launaþáttar fjárhagsáætlunar sinna stofnana fyrir 2022.

Mál í vinnslu.

8.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2022

Málsnúmer 202105138Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?