Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

103. fundur 07. maí 2024 kl. 12:30 - 17:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Helena Rós Einarsdóttir sátu lið 1-5. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir, Sigríður Alda Ómarsdóttir og Erna Rut Rúnarsdóttir sátu 6.- 9. lið. Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla, Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla, Kristín Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla, Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla og Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla sátu lið 1. Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla og Sóley Þrastardóttir áheyrnarfulltrúi tónlistarskólans sátu lið 2. Þorbjörg Sandholt sat lið 4-5 lið. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns sat lið 6 og 9. Guðmunda Vala Jónasdóttir skólastjóri Hádegishöfða og Heiðdís Ragnarsdóttir aðstoðaskólastjóri Tjarnarskógar sátu lið 6.

1.Skóladagatöl grunnskóla 2024-2025

Málsnúmer 202404179Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl grunnskóla í Múlaþingi fyrir skólaárið 2024-2025. Eftirfarandi skólastjórar kynntu skóladagatölin:

Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Fellaskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði. Skóladagatal fyrir grunn- og leikskólann á Borgarfirði eystri verður tekið fyrir á næsta fjölskylduráðsfundi.
Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Brúarásskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.
Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.
Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og skólaráði.
Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Seyðisfjarðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025. Skóladagatalið hefur verið samþykkt hjá starfsfólki og fer fyrir skólaráð í næstu viku.

Fjölskylduráð samþykkir skóladagatölin með fyrirvara um samþykki skólaráða Seyðisfjarðarskóla og smávægilegri breytingu á skóladagatali Brúarásskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Húsnæðismál Fellaskóla

Málsnúmer 202010623Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá starfshópi sem skipaður var með erindisbréfi á fundi fjölskylduráðs 5. mars 2024.

Starfshópurinn leggur til að heimilisfræðistofan í Fellaskóla verði endurnýjuð og stækkuð og framreiðslueldhús verði fært til. Loftræsting í tónmenntastofu verði bætt og allt list- og verknám verði fært undir sama þak í Fellaskóla. Jafnframt óskar starfshópurinn eftir að fjölskylduráð flýti eða í það minnsta standi vörð um framkvæmdir við Fellaskóla í forgangsröðun á 10 ára fjárfestingaáætlun.

Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og samþykkir fyrir sitt leyti tillögu starfshópsins. Fjölskylduráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfamessa Austurlands

Málsnúmer 202404073Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi kynnti fyrirhugaða Starfamessu Austurlands sem haldin verður 19. sept. haustið 2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir skólaráðs Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202010632Vakta málsnúmer

Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, gerði grein fyrir fundargerð skólaráðs frá 17. apríl 2024.

Fjölskylduráð þakkar fyrir kynningu á fundargerðinni. Ánægjulegt að sjá hvernig nemendalýðræðið er nýtt í árshátíðarundirbúningi.

Lagt fram til kynningar.

5.Djúpavogsskóli heimilsfræðistofa

Málsnúmer 202404203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þorbjörgu Sandholt, skólastjóra Djúpavogsskóla varðandi aðstöðu til heimilisfræðikennslu.

Fjölskylduráð tekur undir með skólastjóra að aðstaða til heimilisfræðikennslu sé ekki góð. Fjölskylduráð óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdaráð skoði hvort ný heimilisfræðistofa fyrir Djúpavogsskóla rúmist innan fjárhagsramma sviðsins og hægt sé að fara í framkvæmdir strax í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skóladagatöl leikskóla 2024 - 2025

Málsnúmer 202404244Vakta málsnúmer

Fyrir liggja skóladagatöl leikskóla í Múlaþingi, fyrir skólaárið 2024-2025.

Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri Hádegishöfða, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikaskóladagatali fyrir Hádegishöfða. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Guðrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri Bjarkatúni, kynnti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatali fyrir Bjarkatún. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.
Heiðdís Ragnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Tjarnarskógar, kynnti fyrirliggjandi tillögu að leikskóladagatali fyrir Tjarnarskóg. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og foreldraráði.

Leikskólinn í Brúarási fylgir skóladagatali Brúarásskóla.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur að leikskóladagatölum 2024-2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Betri vinnutími í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202302197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur um fyrirkomulag á Betri vinnutíma skólaárið 2024 - 2025. Tillögurnar voru unnar af vinnuhópi sem átti að finna leiðir til að bæta vinnutíma starfsfólks í leikskólum í Múlaþingi.

Vinnuhópurinn leggur til að fyrirkomulag vinnustyttingar verði óbreytt þar til niðurstöður kjarasamninga liggi fyrir.
Vinnuhópurinn leggur til að auka sveigjanleika í kringum gjaldfrjálsu dagana sem nú þegar eru skilgreindir, eða daga í kringum jól, vetrarfrí og dymbilviku.
Vinnuhópurinn leggur til að fyrirkomulag vinnuhléa verði áfram með þeim hætti og verið hefur á skólaárinu.
Vinnuhópurinn leggur til að vistunartími yngstu barnanna verði kl. 8:00 ? 15:00 með möguleikanum á að bæta við 15 mínútum í lok dags eða til kl. 15:15.
Niðurstaða vinnuhópsins er að skólarnir ákveði hvenær hentugast er fyrir þá að hafa starfsmannafundina út frá aðstæðum hvers skóla.
Vinnuhópurinn leggur til að lokað verði í 5 vikur en foreldrar geti óskað eftir því að börn þeirra geti mætt í síðustu viku lokunnar. Einnig leggur vinnuhópurinn til að sumarlokun verði alltaf á sama tíma, þ. e. lokað í fimm vikur og fram yfir verslunarmannahelgi. Vinnuhópurinn leggur því til að viðmið verði 5 börn í hverjum skóla en í Tjarnarskógi verði miðað við 5 börn í álmu, þ. e. 5 börn í yngstu álmu, 5 börn í eldri álmu og 5 börn á Tjarnarlandi. Með þessu móti ættu börnin sem mæta að þekkja starfsfólk og önnur börn sem verða þessa daga í skólanum.

Fjölskylduráð þakkar vinnuhópnum fyrir gott starf. Fjölskylduráð samþykkir tillögur vinnuhópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Sumarleyfi leikskóla 2024

Málsnúmer 202306013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða á skráningu barna í leikskóla Múlaþings í fimmtu viku sumarlokunnar 2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um stöðu mála í leikskólanum Bjarkatúni á næsta skólaári. Börnum er að fjölga í Bjarkatúni og því komast ekki öll börn fyrir í leikskólanum.

Fjölskylduráð leggur til að foreldrum barna sem ekki fá vistun verði greitt daggæsluframlag skv. reglum Múlaþings um daggæsluframlag meðan unnið er að viðunandi lausn. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshóp sem kemur með tillögur að lausnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Foreldraráð Tjarnaskógar, Vegan fæði fyrir börn

Málsnúmer 202404132Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

11.Ytra mat, Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 202207068Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

12.Foreldraráð Hádegishöfða, ályktun um þjónustu talmeinafræðinga

Málsnúmer 202404286Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

13.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2024.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:

- Náttúruskólinn:Aukum sjálfbærni með reynslunámi barna, umsækjandi Ingibjörg Jónsdóttir, kr. 100.000
- Frisbígolfvöllur í Selskógi, umsækjandi Glúmur Björnsson, kr. 350.000
- Undirbúningur og þátttaka í alþjóðlegum stórmótum í hópfimleikum umsækjandi Hjalti Bergmar Axelsson, kr. 200.000
- Sjónrænt skipulag í fimleikasalnum, umsækjandi Fimleikadeild Hattar, kr.150.000
- Inniaðstaða GFH fyrir Pútt og Vipp, umsækjandi Friðrik Bjartur Magnússon, kr. 200.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?