Fara í efni

Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum

Málsnúmer 202402106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 107. fundur - 20.02.2024

Fyrir liggur erindi frá Eiði Gísla Guðmundssyni varðandi námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.

Undir þessum lið vakti Hildur Þórisdóttir máls á mögulegu vanhæfi Ívars K. Hafliðasonar. Formaður lagði málið fram til afgreiðslu sem var fellt, tveir voru á móti (BHS,VJ) og þrír sátu hjá (HÞ,HHÁ,ÍKH)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi athugasemda samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra að koma á fundi með Umhverfisstofnun varðandi fyrirkomulag námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist fulltrúi Umhverfisstofnunar, Bjarni Pálsson, sem fór yfir fyrirkomulag námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn með Hreindýraveiðum og brást við ábendingum og spurningum er fram komu.

Byggðaráð þakkar Bjarna Pálssyni fyrir komuna, yfirferð og greinagóð svör.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hreindýraleiðsaga er í dag viðkvæm atvinnugrein á Austurlandi þar sem menn hafa lagt í miklar fjárfestingar til að geta sinnt slíku starfi sómasamlega. Með því að fjölga leiðsögumönnum alstaðar frá á landinu sem fyrst og fremst munu leiðsegja vinum og vandamönnum en ekki starfa við leiðsögu, er vegið að þessari atvinnugrein heimamanna. Þá skal á það bent að hreindýrleiðsaga er til komin þar sem sveitarfélög og bændur gáfu frá sér réttinn til úthlutnar til Umhververfisstofnunar í stað þess að geta haft starf af leiðsögu fyrir sig og afkomendur sína.
Tel rétt að byggðarráð og helst sveitarstjórn Múlaþing geri skýlausa kröfu um að námskeið fyrir hreindýraeftirlitsmenn verði haldin staðbundið á Austurlandi og próf þyngd er varðar staðkunnáttu.

Gestir

  • Bjarni Pálsson - mæting: 10:00

Byggðaráð Múlaþings - 112. fundur - 26.03.2024

Til umfjöllunar undir þessum lið var fyrirkomulag námskeiða fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að vandað verði til verka þegar unnið er að fjölgun í hópi leiðsögumanna með hreindýraveiðum og haft verði að leiðarljósi að standa vörð um það góða kerfi sem komið hefur verið á. Áhersla verði áfram á góð samskipti milli leiðsögumanna, landeigenda, starfsmanna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofu Austurlands sem er lykilatriði í því að veiðar gangi vel. Byggðaráð hvetur Umhverfisstofnun til að hafa sveitarfélög, á nærsvæðum hreindýraveiða, með í ráðum varðandi mögulegar breytingar er snúa að hreindýraveiðum í framtíðinni. Lögð er áhersla á að námskeiðahald verði staðbundið á nærsvæðum hreyndýraveiða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?