Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

112. fundur 26. mars 2024 kl. 08:30 - 10:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson sveitarstjóri

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins og kynnti m.a. niðurstöður örútboðs á raforku hjá sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fram kom að kominn er á bindandi samningur milli Múlaþings og Orku náttúrunnar ohf. Byggðaráð felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum í tengslum við gerð nýs samnings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum

Málsnúmer 202402106Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar undir þessum lið var fyrirkomulag námskeiða fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að vandað verði til verka þegar unnið er að fjölgun í hópi leiðsögumanna með hreindýraveiðum og haft verði að leiðarljósi að standa vörð um það góða kerfi sem komið hefur verið á. Áhersla verði áfram á góð samskipti milli leiðsögumanna, landeigenda, starfsmanna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofu Austurlands sem er lykilatriði í því að veiðar gangi vel. Byggðaráð hvetur Umhverfisstofnun til að hafa sveitarfélög, á nærsvæðum hreindýraveiða, með í ráðum varðandi mögulegar breytingar er snúa að hreindýraveiðum í framtíðinni. Lögð er áhersla á að námskeiðahald verði staðbundið á nærsvæðum hreyndýraveiða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Beiðni um umsögn Múlaþings á sérstöku ákvæði kaupsamnings

Málsnúmer 202403093Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elfu Hlín Sigrúnu Pétursdóttur þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á sérstöku ákvæði kaupsamnings og liðsinnis vegna stefnubreytinga stjórnvalda við uppkaup fasteigna vegna náttúruhamfara. Einnig liggur fyrir umsögn og tillaga lögmanns sem samþykkt var að leita eftir á síðasta fundi byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að svara fyrirliggjandi erindi í samræmi við tillögu sem unnin var af lögfræðingi að ósk byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402215Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi draga að borgarstefnu leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að þess verði gætt, við aukna áherslu á svæðishlutverk Akureyrar, að ekki verði dregið úr framlögum ríkisins til uppbyggingar nauðsynlegra grunninnviða á Austurlandi sem snúa m.a. að samgöngum, menningar- og menntamálum og heilbrigðisþjónustu. Einnig er mikilvægt að í borgarstefnu verði lögð áhersla á hlutverk Reykjavíkurflugvallar í þjónustu við landsbyggðina en um þennan þátt er ekki fjallað í fyrirliggjandi drögum. Að öðru leyti tekur byggðaráð Múlaþings undir þær áherslur er fram koma í umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um drög að borgarstefnu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vil ítreka bókun mína undir sama lið á Byggðaráðsfundi þann 19. mars 2024.

5.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 04.03.2024 og 22.03.24.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar HEF veitna, dags. 08.03.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 18.03.2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2024

Málsnúmer 202402167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands, dags. 20.03.2024 auk ársskýrslu og endurskoðuðum ársreikningi fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.

10.17.júní á Egilsstöðum 2024

Málsnúmer 202403117Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar vegna hátíðarhalda á Egilsstöðum á 17. júní 2024. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við fimleikadeild Hattar vegna hátíðarhalda á Egilsstöðum 17. júní 2024. Byggðaráð felur verkefnastjóra á sviði menningarmála framkvæmd málsins og að horft verði til 80 ára lýðveldisafmælis og 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju við skipulagningu og viðburðarhald vegna hátíðarhalda 17. júní 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 09:35

11.Skógardagurinn mikli 2024

Málsnúmer 202403119Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi við Félag skógarbænda á Fljótsdalshéraði vegna Skógardagsins mikla. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði samningur við Félag skógarbænda á Fljótsdalshéraði vegna Skógardagsins mikla til þriggja ára, samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Verkefnastjóra á sviði menningarmála er falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:35

12.Samningur vegna LungA 2024

Málsnúmer 202403120Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi um styrk vegna LungA listahátíðar 2024. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Jónína Brá Árnadóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gerður verði samningur við LungA listahátíð vegna listahátíðar á Seyðisfirði 2024 samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Verkefnastjóra á sviði menningarmála er falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:40

Fundi slitið - kl. 10:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?