Fara í efni

Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402215

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 109. fundur - 05.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hvetur kjörna fulltrúa og sviðsstjóra sveitarfélagsins til að kynna sér fyrirliggjandi drög að borgarstefnu, er birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Sjái viðkomandi ástæðu til skal koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri við skrifstofustjóra Múlaþings en málið verður tekið fyrir á ný á fundi byggðaráðs þriðjudaginn 19. mars. n.k.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Í vinnslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Hingað til hefur verið talað um byggðarstefnu. Það er kannski tímanna tákn að nú á að setja fram borgarstefnu þar sem borgirnar eiga að vera tvær; Reykjavík og Akureyri.
Nógu erfitt hefur hingað til verið fyrir fámenna landsbyggðina að etja kappi við sívaxandi höfuðborg.
Múlaþing og í raunar Austurland allt hefur átt í samkeppni við Akureyri. Má þar til nefna í málefnum flugvalla og heilbrigðisþjónustu auk nýlegrar kjördæma-breytingar sem hefur veikt vægi Austulands gagnvart mun fjölmennari Akureyri. Svo virðist sem áhugi stjórnvalda beinist nú að því að þétta byggð nær "borgunum tveim" á enn meiri kostnað landsbyggðar. Þetta má meðal annars sjá í vegaframkvæmdum á landsbyggðinni þar sem ríkisvaldið dregur lappirnar með minnstu nýframkvæmdir svo sem Axar veg.
Legg því til að gerð borgarstefnu verði slegin af og í þess stað að stjórnvöld einbeiti sér að öflugri byggðarstefnu, sem stuðlar að byggð í landinu öllu.

Byggðaráð Múlaþings - 112. fundur - 26.03.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi draga að borgarstefnu leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að þess verði gætt, við aukna áherslu á svæðishlutverk Akureyrar, að ekki verði dregið úr framlögum ríkisins til uppbyggingar nauðsynlegra grunninnviða á Austurlandi sem snúa m.a. að samgöngum, menningar- og menntamálum og heilbrigðisþjónustu. Einnig er mikilvægt að í borgarstefnu verði lögð áhersla á hlutverk Reykjavíkurflugvallar í þjónustu við landsbyggðina en um þennan þátt er ekki fjallað í fyrirliggjandi drögum. Að öðru leyti tekur byggðaráð Múlaþings undir þær áherslur er fram koma í umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um drög að borgarstefnu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vil ítreka bókun mína undir sama lið á Byggðaráðsfundi þann 19. mars 2024.
Getum við bætt efni þessarar síðu?