Fara í efni

Beiðni um umsögn Múlaþings á sérstöku ákvæði kaupsamnings

Málsnúmer 202403093

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Elfu Hlín Sigrúnar Pétursdóttur þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á sérstöku ákvæði kaupsamnings og liðsinnis vegna stefnubreytinga stjórnvalda við uppkaup fasteigna vegna náttúruhamfara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að fá mat lögfræðings á viðbrögðum við fyrirliggjandi erindi og verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði er slíkt mat liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 112. fundur - 26.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Elfu Hlín Sigrúnu Pétursdóttur þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á sérstöku ákvæði kaupsamnings og liðsinnis vegna stefnubreytinga stjórnvalda við uppkaup fasteigna vegna náttúruhamfara. Einnig liggur fyrir umsögn og tillaga lögmanns sem samþykkt var að leita eftir á síðasta fundi byggðaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að svara fyrirliggjandi erindi í samræmi við tillögu sem unnin var af lögfræðingi að ósk byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?