Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

43. fundur 19. janúar 2022 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs

1.Seyðisfjarðarhöfn Olíuleki El Grillo

Málsnúmer 202108067Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og yfirhafnarvörður kynntu fyrir ráðinu skýrslu starfshóps um mögulegar aðgerðir vegna olíuleka frá skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar.
Fram kom að á borði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra liggur að taka ákvörðun um kaup á mengunarvarnarbúnaði og aðgerðir í sumar í samræmi við niðurstöður skýrslunnar. Jafnframt liggja fyrir tillögur um varanlegar aðgerðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á nauðsyn þess að ríkið fjármagni kaup á mengunarvarnarbúnaði samkvæmt tillögum starfshóps. Jafnframt að ráðist verði í aðgerðir strax í vor og hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að taka ákvörðun um þetta sem fyrst svo mögulegt verði að ráðast í undirbúning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
  • Rúnar Gunnarsson - mæting: 08:30

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Hafnastjóri kynnti fyrir ráðinu tillögur Vegagerðarinnar um breytt skipulag á Seyðisfjarðarhöfn.

Málið er í vinnslu.

3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Verkefnastjórar framkvæmdamála kynntu viðhaldsáætlun ársins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:35
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:35

4.Líkhús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202110017Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti hugmyndir varðandi líkhús á Egilsstöðum.

Máli frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:15

5.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti stöðu máls.

Máli frestað til næsta fundar.

6.Selbrekka, vegtenging

Málsnúmer 202112092Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Jens Hilmarssyni varðandi vegtengingu úr Selbrekku við Norðfjarðarveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til skoðunar við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna tengingar við Fjarðarheiðargöng.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Innsent erindi, bílastæði við Djúpavogskirkju

Málsnúmer 202112064Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá sóknarpresti Djúpavogskirkju varðandi kostnaðarþáttöku sveitarfélagsins í malbikun bílastæðis við kirkjuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð synjar ósk um fjárstuðning við verkefnið þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Í erindinu kom einnig fram tilboð um kaup á hellum í eigu sóknarinnar og felur ráðið framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna það nánar ef tilefni er til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, þétting byggðar í Einbúablá og Mánatröð

Málsnúmer 202111071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar verkefnisins. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til áframhaldandi málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með teknu tilliti til fram kominna athugasemda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Ráðið telur mikilvægt að áfram verði litið til þéttingar byggðar í þéttbýli Múlaþings við gerð nýs aðalskipulags og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Bláargerði 17

Málsnúmer 202201065Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá lóðarhafa við Bláargerði 17 á Egilsstöðum um heimild til að víkja frá skilmálum deiliskipulags. Óskað er eftir leyfi til að staðsetja bílskúr 1,8 metra til suðurs út fyrir skilgreindan byggingarreit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 34, vinnubúðir Héraðsverks

Málsnúmer 202201069Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild dagsett 14. janúar 2022 fyrir vinnubúðir á Seyðisfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og liggur fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Lónsleira 11 og 13

Málsnúmer 202112150Vakta málsnúmer

Formaður úrskurðar um vanhæfi nefndarmanns (JB) sem víkur af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá félaginu Lónsleira ehf., dags. 10. Desember 2021, um lóðirnar Lónsleira 11 og 13 á Seyðisfirði. Í umsóknargögnum stendur að sótt sé um lóðir 13 og 15 en fyrir liggur staðfesting umsækjanda á því að átt er við lóðir 11 og 13.
Lóðirnar eru ekki á lista yfir lausar lóðir sbr. bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.12.21 við málsnúmer 202111057

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að Tækniminjasafn Austurlands hefur með erindi til sveitarfélagsins falast eftir lóðunum Lónsleira 11, 13, 15 og 17 til uppbyggingar, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að beina fyrirspurn til byggðarráðs, sem fer með menningar- og safnamál, hvort gerðar séu athugasemdir við að umsækjandi fái lóðunum Lónsleira 11 og 13 úthlutað.

Afgreiðslu málsins að öðru leyti frestað.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var fjarverandi (JB).

12.Umsókn um lóð, Vallargata 2, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202201005Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn dags. 30.12.2021 um lóðina Vallargata 2 á Seyðisfirði frá Leigufélaginu Bríet ehf. Lóðarhafa hefur áður verið úthlutað lóðunum Vallargata 1 og 3 en hyggst skila þeim inn í stað þessarar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um lóð, Vallagata 1 og 3, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202107080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhafa þar sem þess er óskað að fá að skila lóðunum Vallargata 1 og Vallargata 3 á Seyðisfirði. Málsaðili hefur sent inn umsókn um Vallargötu 2 í stað þessara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð afturkallar úthlutun lóðanna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa þær á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Viðhaldsþörf grunnskóla Múlaþings

Málsnúmer 202111188Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs Múlaþings þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna við þarfagreiningu og forgangsröðun á viðhaldi og framkvæmdum við grunnskóla í byggðakjörnum sveitarfélagsins verði kláruð sem fyrst.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að unnin verði þarfagreining vegna framkvæmda við grunnskóla sveitarfélagsins. Viðhaldsáætlun ársins var kynnt undir lið 3 hér að framan.

Lagt fram til kynningar.

15.Sundlaug Egilsstöðum - aðgengi að barnalaug

Málsnúmer 202112072Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur bókun frá ungmennaráði Múlaþings þar sem lagt er til að aðgengi að barnalaug í sundlauginni á Egilsstöðum verði bætt með því að bæta við þrepi eða öðrum lausnum ofan í laugina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir að rétt sé að bæta úr aðgengi að barnalaug í sundlauginni á Egilsstöðum og samþykkir að beina því til verkefnastjóra framkvæmdamála að taka bókun ungmennaráðs til skoðunar í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og aðgengisfulltrúa Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Eftirfarandi gögn frá Hafnasambandi Íslands lögð fram til kynningar:
Fundargerð frá 440. fundi sambandsins frá 3. desember 2021.
Skýrsla um nýframkvæmdir og viðhaldsþörf hafna 2021-2031.
Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-46/2020 sem er meðal þess sem tekið var fyrir á framangreindum fundi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?